top of page

Um Laugargerðisskóla

Traust - Virðing - Vinátta

Laugargerðisskóli leitast við að haga störfum sínum í fyllsta samræmi við stöðu og þarfir barna og ungmenna. Stefnt er að fjölbreyttum viðfangsefnum og starfsháttum til að koma til móts við mismunandi námsþarfir ólíkra einstaklinga og stuðla að alhliða þroska , velferð og menntun hvers og eins. Mátturinn felst í virkri þátttöku nemenda í lýðræðissamfélagi innan og utan skólans.Markmiðið er að í Laugargerðisskóla líði öllum vel. Velferð nemenda og starfsfólks er höfð í fyrirrúmi. Starfið miðar alltaf að því að góður starfsandi endurspeglist í skólastarfinu. Einkunnarorð skólans fléttast inn í allt skólastarf og unnið markvist með þau.

 

Spjaldtölvur

 

iPad - gjöf til skólans

Það er óhætt að segja að okkur hérna í skólanum hafi fundist jólasveinarnir hafi verið aðeins á undan áætlun árið 2012 því þann 11. des. það ár kom Bryndís Guðmundsdóttir á Miðhrauni færandi hendi til okkar. Höfðu hún og Sigurður maður hennar ákveðið að færa skólanum að gjöf 15 stk. af Ipad spjaldtölvum fyrir elsta og miðstigs nemendur. Hafði hún á orði að henni hefði alltaf þótt vænt um þennan skóla sinn þar sem hún og hennar börn hefðu hlotið sína grunnskólamenntun. Þetta var auðvitað stórhöfðingleg gjöf og gerði okkur kleift að auka fjölbreytnina í kennslunni með nýjum kennsluaðferðum og að börnin okkar kynnist um leið helstu tækninýjungum í upplýsingatækni sem nýtist auðvitað við kennslu í nær öllum greinum.

 

Núna eru 14 nemendur í 6.-10. bekkir og eru með 2 ut. tíma á stundaskrá. Annar tíminn hefur verið notaður í hefðbundna PC vinnu eins og td. fingrasetningu og Excel. Hinn tíminn er notaður sem iPad tími þar sem tekið er fyrir eitt forrit í einu.

Að sjálfsögðu eru iPaddarnir einnig notaðir töluvert í flestum greinum, mismikið þó eftir greinum og kennurum.

 

Skólinn

Úr handbók skólans

Laugargerðisskóli er fámennur skóli í afar fallegu umhverfi þar sem landbúnaðarstörf eru aðalatvinna flestra foreldranna. Skólinn hefur starfað síðan 1965, var upphaflega heimavistarskóli. Í skólahúsnæðinu eru kennslustofur, mötuneyti, ásamt góðu holi á sömu hæð, verkmenntakennslustofur í kjallara. Heimavistarherbergi eru eingöngu notuð sem hótel á sumrin. Við skólann er einnig íþróttahús og sundlaug. Reynt er að nota umhverfið og aðstæður þessar sem mest í þágu nemenda. Haustferðir og vorvinna eru hluti af þeirri vinnu

Skólinn stuðlar að menntun og þroska hvers og eins. Það gerum við með því að skapa gott og uppbyggjandi lærdómssamfélag þar sem þörfum hvers og eins er mætt. Nemendum skulu veitt tækifæri til að afla sér menntunar og þroska og temja sér vinnubrögð sem stuðla að skrefum í þá átt. Þjálfa þarf hæfni hvers og eins til samstarfs við aðra og leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda. Mikilvægt er að undirbúa nemendur vel undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi þar sem virða á réttindi allra.

Markmiðið er að í Laugargerðisskóla líði öllum vel. Velferð nemenda og starfsfólks er höfð í fyrirrúmi. Starfið miðar alltaf að því að góður starfsandi endurspeglist í skólastarfinu. Einkunnarorð skólans fléttast inn í allt skólastarf og unnið markvist með þau.

bottom of page