top of page

Helstu forritin

 

Hérna er listi yfir þau forrit sem við höfum notað mest til verkefnagerðar.

I'm a title

iLife forritin frá Apple

Í þessum pakka eru hefðbundin "office" forrit þ.e. ritvinnsla (Pages), töflureiknir (Numbers) og glærugerðarforrit (Keynote). Auk þess eru forrit til myndvinnslu (iPhoto), kvikmyndavinnslu (iMovie) og tónlistarvinnslu (Garageband). Pages er að sjálfsögðu notað mikið til ritvinnslu og Numbers notað í staðinn fyrir Excel í stærðfræði. Nánar er fjallað um Garageband, iMovie og Keynote verkefni á verkefnasíðunni.

I'm another title

Comic Life

Comic Life er forrit til að búa til alvöru teiknimyndasögu. Það er hægt að nota teiknaðar myndir og eða ljósmyndir og raða upp á ýmsa vegu með eða án talblaðra. Hentar vel t.d. í sögugerð í tungumálakennslu.

I'm another title
Photo Collage

Photo Collage er notað til að gera klippimyndir og verið notað svolítið þegar nemendur hafa gert ýmis myndaverkefni t.d. í samfélagsfræði og ensku.

I'm another title
Reiknivélar

Það eru til ótal reiknivélar í iPad en flestum finnst gott að hafa tvær og er þá önnur þannig að hægt sé að skrifa beint með fingri á skjáinn eins og Myscript Calculator

Book CreatorI'm another title

Book Creator er eins og nafnið segir til að búa til bækur. Þ.e.a.s. rafbækur. Þetta forrit hefur verið mikið notað af nemendum til verkefnaskila enda þægilegt að vinna með og hægt að blanda saman ýmsum hlutum eins og myndum, myndböndum, tónlist, tenglum og að sjálfsögðu rituðum texta. Semsagt hægt að gera lifandi bók. Sjá verkefnasíðu.

I'm another title
GAFE

Google Apps for Education. Skólinn er skráður í GAFE og hefur þar með aðgang að fjölda forrita frá Google. Drive er mikið notað og þægilegt að  vinna saman að verkefnum og til skila. Þá eru einnig mörg forrit sem hægt er að tengja við Google Drive t.d. Book Creator.

I'm another title
Notability

Notability er mjög þægilegt forrit til að vinna mið Pdf skjöl. Það er einfalt að merkja inná og þá er líka hægt að gera munnlegar athugasemdir með því.

I'm another title
Glogster

Glogster er forrit til að búa til lifandi plakat með möguleika á hljóði og myndböndum. Það er hægt að kaupa aðgang hjá þeim sem gefur mikla möguleika fyrir kennara.

bottom of page